Bingóferð 2020

Hin árlega bingóferð Ferðaklúbbsins 4×4 verður helgina 21.-23. febrúar.

Heildarfjöldi einstaklinga í ferðina er 45 manns.

Setrið er frátekið föstudag til sunnudag þannig að þátttakendur ráða hvort þeir koma á föstudagskveldi eða snemma á laugardegi upp í Setur.

Skráning í ferðina er hér https://forms.gle/hYkntav4Z8iqvHCm6

Hægt að skoða skráninguna hér: Þátttaka

Dagskrá

Laugardagur
– Bingó hátíðin hefst kl. 16:00, en þá fara allir útí bíla og hlusta á útdrátt í gegnum VHF stöðvarnar
– Bílabingónefndin býður upp á heitt kakó
– Grillað lambalæri og meðlæti í kvöldmat
– Stjórnin spilar fyrir söng og gleði um kvöldið
– Gleðinni lýkur kl. 23:00

Sunnudagur
– Ræs kl. 9:00 og brottför í síðasta lagi kl. 11:00

Verð og greiðsla

Fyrir gistingu og máltíð þarf að greiða 6500 kr. fyrir hvern einstakling og þarf að að leggja þá upphæð inn á reikning klúbbsins (Kennitala 701089-1549, Reikningur 0133-26-014444) fyrir 10. febrúar. Setjið í skýringu “bing”. Þeir sem greiða ekki, komast ekki í ferðina.

Skilmálar

– Ferðin er eingöngu fyrir félagsmenn Ferðaklúbbsins 4×4
– Þetta er alvöru fjallaferð fyrir breytta bíla, lágmark ca. 38“ (miðað við þyngd).
– Menn eru að ferðast á eigin vegum.
– Vísað er í ferðareglur klúbbsins. Sjá http://s3-eu-west-1.amazonaws.com/f4x4-myndir/uploads/2018/01/2015_Ferdareglur_thatttakendur.pdf