Bingóferð F4x4 2022

Hin árlega bingóferð Ferðaklúbbsins 4×4 verður helgina 18.-20. febrúar.

Heildarfjöldi einstaklinga í ferðina er 45 manns.

Setrið er frátekið föstudag til sunnudag þannig að þátttakendur ráða hvort þeir koma á föstudagskveldi eða snemma á laugardegi upp í Setur.

Dagskrá

Laugardagur
– Bingó hátíðin hefst kl. 16:00, en þá fara allir útí bíla og hlusta á útdrátt í gegnum VHF stöðvarnar
– Grillað lambalæri og meðlæti í kvöldmat
– Gleðinni lýkur kl. 23:00

Sunnudagur
– Ræs kl. 9:00 og brottför í síðasta lagi kl. 11:00

Verð og greiðsla

Fyrir gistingu og máltíð þarf að greiða 7000 kr. fyrir hvern einstakling og þarf að að leggja þá upphæð inn á reikning klúbbsins (Kennitala 701089-1549, Reikningur 0133-26-014444) fyrir 11. febrúar. Setjið í skýringu “bing”. Þeir sem greiða ekki, komast ekki í ferðina.

Ekki er reiknað með fleirum en 2 í bíl því áhugi á ferðinni er mikill og við viljum að sem flestir komist að.

Ferðin er ekki hugsuð fyrir börn eða unglinga, en ef einhverjir koma með verður að greiða fullt gjald fyrir þau.

Skilmálar

– Ferðin er eingöngu fyrir félagsmenn Ferðaklúbbsins 4×4
– Þetta er alvöru fjallaferð fyrir breytta bíla, lágmark ca. 38“ (miðað við þyngd).
– Menn eru að ferðast á eigin vegum.
– Vísað er í ferðareglur klúbbsins. Sjá https://www.f4x4.is/um-ferdaklubbinn/ferdaklubburinn/ferdareglur/

Skráningarlinkur er https://forms.gle/vod9WLjtDy5bXwiD7