Bingóferðinni í Setrið 1 – 3 mars 2013 frestað.

Því miður er ekki annað að gera en fresta ferðalaginu í Setrið um helgina sökum mikilla hlýinda að undanförnu.  Við vitum að þið sem ætluðuð í ferðina hafið skilning á þessari afstöðu undirbúningshópsins enda er hún í takt við það sem Ferðaklúbburinn 4×4 stendur fyrir þ.e. að tefla ekki í neina tvísýnu þegar veðurfar er eins og það er, lítill snjór og  því ákveðin hætta á umhverfisspjöllum sem við viljum öll forðast.

Undirbúningsnefndin hefur í huga að  finna aðra dagsetningu á ferðalagið og verður hún auglýst innan ekki langs tíma.  Varðandi endurgreiðslu á útlögðum kostnaði þá viljum við biðja ykkur um að hafa samband við hana Rögnu á skrifstofunni (s:568-4444 eða tölvupóstur á f4x4@f4x4.is) og gefa henni upp reikningsupplýsingarnar (kennitala og innborgunarreikningur ásamt upphæð) og mun hún í framhaldinu leggja inn á ykkur.

Undirbúningsnefndin.

Skildu eftir svar