Bjórkvöld í Síðumúlanum

Já Sæll er ekki bara Bjórkvöld í Síðumúlanum föstudagskvöldið 5. maí sem hefst kl. 20:30.   Já og að sjálfsögðu eiga allir að drífa sig þarna getur á að líta marga furðufugla, hver um annan verri. Á svona kvöldum koma saman oft þeir aðilar sem helst hefðu ekki þurft þess en gera það samt og hafa gaman af því, Stundum eru sagðar góðar sögur sem eru uppspuni frá rótum en oft á tíðum ratast inn sæmilegar sögur sem eru þá sannar en oftast er nú hægt að laga þær til með góðum ýkjusögum enda lætur enginn sannleikann skemma góða sögu….

Nú verður þetta síðasta bjórkvöld starfsársins þannig að það er um að gera að mæta og hafa gaman af……