Bláfjöll, rás 46 virkur á ný

Nýverið var farin vinnuferð á vegum Fjarskiptanefndar upp í Bláfjöll og sett upp nýtt loftnet fyrir endurvarpann þar, rás 46.

Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 þakkar Fjarskiptanefnd fyrir gott framtak og þá sérstaklega þeim Kjartani Gunnsteinssyni, Bæring Jóhanni Björgvinssyni og Árna Þór Ómarssyni fyrir að leggja á fjallið og setja upp nýja netið.

Hvetjum félagsmenn til að vera duglegir við að prófa endurvarpann, sem og aðra endurvarpa í eigu Ferðaklúbbsins 4×4.

Allar ábendingar um virkni endurvarpa má senda á fjarskiptanefnd@f4x4.is

Skildu eftir svar