Dagskrá Ferðanefndar á næstunni

Ferðanefnd hefur sett upp dagskrá fyrir ferðir á næstunni en fyrstu ferðir vetrar sem Ferðanefnd skipuleggur eru í nóvember.

Í nóvember eru tvær ferðir á dagskrá, báðar helgaferðir.

Önnur ferðin er á vegum Hlyns Snælands og félaga, ekki er búið að ákveða dagsetningu eða hvaða leið verður farin en stefnt er á að fara í Setrið.

Hin ferðin er á vegum Ferðanefndar, síðustu helgina í nóvember (24. – 25.) og verður gist í Setrinu.

Báðar ferðirnar eru opnar öllum og verða auglýstar þegar nær dregur.

 

Engar ferðir eru skipulagðar í desember.