Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

34 ára afmæli Ferðaklúbbsins 4×4

10.03.2017 @ 20:00 - 23:30

Þennan dag árið 1983 var stofnfundur Ferðaklúbbsins 4×4 haldinn í matsal Stýrimannaskólans (í dag Tækniskólinn) á Háteigsvegi á þessum fundi komu fram ýmis nöfn á klúbbinn en að endingu var nafnið Ferðaklúbburinn 4×4 valið til að byrja með.  Nafnið hefur heldur betur fest sig í sessi og er vel þekkt vegna ötullar baráttu félagsmanna fyrir réttindum handa þeim er áhuga hafa á að ferðast á fjórhjóladrifsbílum um hálendi Íslands.

Í tilefni af afmæli klúbbsins verður haldið opið hús í sal Ferðaklúbbsins 4×4 í Síðumúlanum á föstudagskvöldið 10. mars 2017.

Kveðja

Stjórnin.

Details

Date:
10.03.2017
Time:
20:00 - 23:30