Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Haustlitaferð fellur niður v/veðurs

06.10.2018 @ 08:00 - 18:00

Laugardaginn 6 okt stendur Litlunefnd Ferðaklúbbsins 4×4 fyrir opinni jeppaferð. Þá gefst jeppaeigendum tækifæri til að reyna sig og sinn jeppa í akstri á hálendisvegum. Með í för verða reyndir jeppamenn á öflugum bílum.
Þessi ferð er opin fyrir alla sem eru á jeppa, breyttum sem óbreyttum. Þetta verður nokkuð krefjandi ferð og því ekki ráðlegt að koma á fjórhjóladrifnum fólksbílum. Þátttakendur þurfa að koma á jeppa í góðu lagi og með nægilegt eldsneyti. Einnig þarf fólk að vera vel útbúið til útiveru, í góðum skóm og skjólfatnaði og með nesti til dagsins.
Mæting við Orkuna á vesturlandsvegi stundvíslega 9:00 Lagt verður af stað kl. 9:15 -9:20 og komið heim síðdegis sama dag. Að þessu sinni er stefnan tekin á þórsmörk. Farið verður inn í Bása og stoppað þar, grillaðar verða pulsur og tekið gott stopp til myndatöku og útsýnisferða. Það eina sem getur stöðvar að ferðin verði að veruleika er veðurspáin en eins og hún lítur út í dag er von á rigningu og roki, endanleg ákvörðun verður tekin á fimmtudagseftirmiðdag og öllum sem hafa skráð sig verður sendur póstur.
ATH. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á sínum farartækjum og öllum bilunum eða óhöppum sem geta komið upp á.
Mbk kveðjum Litlunefnd.

Details

Date:
06.10.2018
Time:
08:00 - 18:00