Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Konur keyra – Skjaldbreiður dagsferð

febrúar 10

Kvennaferðargengið stendur fyrir dagsferð á Skjaldbreiðarsvæðið.
Stefnt er á laugardaginn 10. febrúar (sunnudagurinn 11.febrúar verður til vara ef veður skyldu vera válynd)
Brottför frá þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum kl.9, ekið upp Meyjarsæti og sem leið liggur að Skjaldbreiður.
Í þessa ferð er miðað við fullbreytta bíla sem eru græjaðir í vetrarferðir.  Stærð dekkja þarf að vera í hlutfalli við þyngd bíls og einnig þarf að taka mið af snjóalögum á hverjum tíma fyrir sig.  Ef einhver vafi er á því hvort bíllinn sé hæfur til þátttöku er velkomið að hafa samband við einhverja nefndarkonu og fá nánari upplýsingar.
Engin fjöldatakmörkun er í þessa ferð en í þessari ferð keyra bara konur og þær mega bjóða strákunum með ef þær vilja.
Enginn kostnaður er í ferðina en nauðsynlegt er að skrá sig til að við höfum yfirsýn yfir fjölda og getu þátttakenda.
Allar nánari upplýsingar koma þegar nær dregur og verða m.a. settar inn á síðu kvennanefndar á fb: https://www.facebook.com/groups/10150124097050241

Details

Date:
febrúar 10
Event Category: