Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Stórferð

19.03.2021 - 21.03.2021

Nú á að reyna að klára Stórferð 2020 loksins, samkvæmt hóteleigendum er það mögulegt. Eins og í fyrra verður farið á Mývatn og hefst ferðin á Mývatni föstudagsmorgun 19. mars kl. 9:00 og ferðinni lýkur laugardaginn 20. mars um kvöldið.

Dagskráin er hefðbundin:

Föstudagur: Hittingur þar sem farið verður yfir leiðarval dagsins með norðanmönnum.

Leiðin verður valin eftir snjóalögum og veðri. Þetta er stóri ferðadagurinn þannig að gott er að nesta sig vel.

Laugardagur: Hittingur eins og á föstudeginum og farið yfir þær leiðir sem verða í boði. Á þessum degi verður ekið styttra en á föstudeginum.

Vegna Covid 19 verður ekki sameiginlegur matur eins og áætlað var heldur borða hóparnir á sínum hótelum, boðið verður upp á samskonar mat á hótelunum og gætt verður að sóttvörnum.

Engin sérstök skemmtun verður vegna samkomutakmarkana.

Sunnudagurinn er heimferðardagur og ekkert skipulagður. Fólk ræður því hvaða leið það fer til síns heima.

Þátttökugjald kr. 4.000,- per mann þarf að greiða strax og þar með staðfesta skráningu. ATH greiðsla í fyrri stórferð er þessari stórferð óviðkomandi. Aðeins 200 sæti eru í boði vegna covid takmarkana.

Eina skilyrðið fyrir þátttöku í ferðinni er að einn aðili í bíl sé greiddur félagi í Ferðaklúbbnum 4×4.

Ath. Selhótel og Hótel Laxá eru frátekin fyrir þá sem þátt taka í ferðinni þannig að gistiskráning fer í gegnum okkur. Munið að skrá ykkur í réttann hóp svo hægt verði að skipuleggja allt mjög vel.

Skipt verður í hópa á föstudegi og laugardegi og verður hópstjórum tilkynnt með hverjum hópurinn þeirra fer með.

Meiri upplýsingar koma þegar nær dregur, auk þess að við munum senda upplýsingar á uppgefin netföng, þannig að þau verða að vera rétt.

Details

Start:
19.03.2021
End:
21.03.2021