Eyjafjarðardeild – ferð

Ferð á vegum ferðanefndar helgina 10 – 12 mars.
Ferðatilhögun er eftirfarandi, á föstudeginum 10.mars verður farið upp í Réttartorfu og gist þar.
Á laugardeginum 11.mars verður farið snemma af stað og stefnan sett á Gæsavötn, með einhverjum útúrdúrum
sem fara að vísu eftir veðri, gist verður í Gæsavötnum. Á sunndaginn 12.mars verður farið í Laugarfell og
ef menn vilja geta þeir skolað af sér í lauginni. Síðan verður lagt af stað heim á leið, það er gert
ráð fyrir að heimferð verði um Bárðardal.
Skráning í ferðinna er hér á síðunni f4x4.is og Facebook síðu Eyjafjarðardeildar 4×4
síðan geta menn líka skráð sig á félagsfundinum næsta þriðjudagskvöld, síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 9.mars
Gistigjöld eru kr.1500 í Réttartorfu og kr.5000 í Gæsavötnum
Hvetjum alla sem hafa áhuga á að koma með í þessa ferð til að skrá sig sem fyrst, þetta er kjörin ferð fyrir þá
sem eru nýbyrjaðir í fjallaferðum og gamlingja sem ekki hafa farið á fjöll lengi.