Félagsfundur 2. febrúar

Ferðaklúbburinn 4×4

Sælir Félagsmenn 4×4 og aðrir áhugamenn um ferðamennsku.

Sjötti félagsfundur vetrarins verður haldinn á Hótel Natura (Loftleiðum) kl 20:00 mánudaginn 2. febrúar.

Á fundinum verða meiri upplýsingar um stórferðina, hvaða kræsingar bíða okkar og fleira.
Sögur af Þorrablótinu í Setrinu og bingóferðin kynnt rækilega.
Snorri Ingimars verður með erindi um utanvegaakstur og samgöngur.

Félagsmenn og aðrir áhugamenn ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta.

Kveðja
Stjórnin