Félagsfundur 3. Febrúar

Næsti félagsfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn á Hótel Natura þann 3. Febrúar næstkomandi og hefst hann stundvíslega kl 20:00. Dagskráin verður heldur betur áhugaverð og er eftirfarandi.

  • Innanfélagsmál
  • Pólfarar Arctic Trucks munu segja frá síðustu ferð sinni á Suðurskautið.
  • Kynning frá Wurth

Kaffihlé verður um 21:00 og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna.