Félagsfundur 7. mars Síðumúla

Félagsfundur verður haldinn í Síðumúla 31, mánudaginn 7. mars nk. kl 20,00

Dagskrá fundar:

Innanfélagsmál, en þar verður meðal annars sagt frá nýlegum ferðum

Farið yfir kvennaferð sem farin verður helgina 4-6 mars

Sagt frá Stórferð, undirbúningi og stöðu en hún er á dagskrá  17-20 mars

Karl Rútsson ætlar að segja okkur frá nýlega breyttum Jeep Cherokee SRT8 sem hann hefur breytt fyrir 44 tommu Nokian dekk.

Aron íkorni hefur tekið saman vídeo úr síðustu stórferðum og verður sú mynd sýnd ( 24 mín samantekt síðustu 10 ára eða svo).

 

Fundurinn er ekki streymisfundur, heldur bara í Síðumúla.