Félagsfundur F4x4 3. Desember

Félagsfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn á Hótel Natura (áður Loftleiðir) mánudaginn 3. Desember næstkomandi.

Dagskrá fundarins verður:

  • Innanfélagsmál
  • Frásögn af Nýjadalsferð
  • Frásögn af Nýliðaferð
  • Bíllinn minn: Freyr Þórsson kynnir breytingasögu á jeppa sínum, Cherokee XJ í máli og myndum.
  • Sýnd verður stuttmynd af flugi yfir Vonarskarð og leið norðan Dyngjufjalla.

Kaffihlé verður kl 21:00

Skildu eftir svar