Félagsfundur Reykjavík 1. apríl 2019

Félagsfundur verður haldinn í Síðumúlanum mánudaginn 1. apríl kl 20,00 (ekkert grín hér á ferð :))

Dagskrá fundarins:

Sagt frá Stórferð ásamt frumsýningu á myndbandi úr ferðinni.

Kvennaferðin, stutt samantekt með myndum.

Gunnar Ingi ætlar að segja okkur frá upphituðum framrúðum.

Kaffi og meðlæti

Jörgen, ætlar að segja okkur frá breytingum á nýjum Ford F-150, sem hann hefur verið að gera undanfarið.  Jörgen fer oft ótroðnar slóðir í þeim efnum og verður gaman að sjá bílinn og söguna bak við breytinguna.

Kveðja

Stjórnin