Sæl
Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 1. mars 2021 kl 20,00.
Þar sem aflétt hefur verið takmörkunum þá verður heimilt að taka allt að 50 manns í sæti í salinn. Athuga þarf að það er grímuskylda.
Fundinum verður einnig streymt á netinu.
Áætlað er að fundurinn verði um 1,5 klst.
Dagskrá
Innanfélagsmál, staða ýmisa mála – Stórferð 2021 kynnt til sögunnar.
Erindi frá Fjarskiptanefnd, Árni Ómarsson segir okkur frá talstöðvarmálum, hvaða rásir á að varast og fleira nytsamlegt um VHF mál tengd Stórferð.
Erindi : Tækninefnd verður með erindi og myndir af ferðajeppum fyrri tíma ( Jeppar sem voru mikið á fjöllum fyrir ca 40 árum síðan).
Einnig verður sýnd mynd af ferð á Drangjökul árið 2002- Þorgrímur St. Árnason segir okkur frá þeirri ferð og öðrum sem hann hefur farið um norðnverða vestfirði.
Fundinum verður streymt (afritið það sem er hér fyrir neðan)
Hér er myndband ef fólki er ekki klárt á því hvernig á að tengjast: https://www.f4x4.is/hvernig-kemst-eg-inn-a-felagsfund-i-streymi/