Félagsfundur Reykjavík 3. okt

Sæl

Félagsfundur verður haldinn í Síðumúla 31, bakhús, mánudaginn 3. október nk kl 20,00

Dagskrá fundarins er:

Innanfélagsmál, þar sem meðal annars verður sagt frá árhátíðinni sem verður helgina 28 til 30 október nk.

Litlanefnd segir og sýnir myndir frá Setursferð sem nefndin stóð fyrir um daginn.

Kynning og myndasýning á ferð þar sem Hofsjökull var hringaður.

Tækninefnd verður með smáerindi um drifsköft.

Kaffi

Bílakynning,  Páll Halldór ( Rally Palli) segir frá breytingum á “Mosa” Sprinter á 49″ dekkjum. ( Bíllinn verður á staðnum).

Kv

Stjórnin