Félagsfundur Reykjavík 7. janúar 2019

Fyrsti félagsfundur ársins hjá okkur hér í Reykjavík verður mánudaginn 7. janúar 2019 að Síðumúla 31 og hefst hann kl 20,00

Dagskrá fundarins:

Innanfélagsmál en meðal annars verða ferðir janúarmánaðar kynntar ( Nýliðaferð og Þorrablótsferð).  Einnig verður frásögn frá nýlega förnum ferðum ( Litlanefnd og Ungliðar).

Við fáum kynningu frá Sindra á verkfærum og öðru skemmtilegu sem þeir selja.

Hjalti Magnússon verður með erindi um baráttu Ferðaklúbbsins við yfirvöld á fyrstu árum klúbbsins.

Áður auglýst erindi Sveinbjörns fellur niður.

 

Kveðja

Stjórnin

ps.- Sindri verður síðan með opið hús fyrir okkur föstudaginn 11. janúar.