Félagsfundur Rvík 12. apríl 2021

Sælir félagar

Fundur verður haldinn mánudaginn 12. apríl kl 20,00 og verður sá fundur fjarfundur vegna aðstæðna í sóttvarnarmálum.

Dagskrá fundarins er spennandi

Stutt um innanfélagsmál frá formanni

Síðan ætlum við að prufukeyra fjarfundar kynningu á breytingu á bíl félagsmanns, Gunnar Haraldsson segir okkur fá í myndum og máli frá breytingarferli á 120 LandCruser sem komin er á 44″ Nokian dekk.  Það verður gaman að sjá það og hvað ætti svo sem að geta klikkað hjá okkur í þeirri útsendingu ?

Síðan ætlar Hafliði að sýna okkur verkefni sem hann hefur verið að vinna í með kortagrunn Landmælinga og er alveg bráðsniðugt fyrir okkur.

Í lokin verður Aron “Ikorni” með frumsýningu á myndbandi sem hann hefur útbúið af Stórferð 2021.

Fullt af spennandi erindum

Linkur á fundinn:

 

kv

Stjórnin