Félagsgjöld 2014

Félagsgjöld 2014

 

Það er búið að stofna kröfur í heimabönkum félagsmanna vegna félagsgjalda fyrir árið 2014.

Félagsgjöldin eru óbreytt frá fyrra ári eða 6.000 krónur.

 

Hugmyndin er að reyna að innheimta árgjöldin svona í stað þess að senda greiðsluseðla í pósti.   Ef félagsmaður er ekki með heimabanka þá er hægt að senda okkur póst á netfangið f4x4@f4x4.is eða hringja í síma félagsins 568 4444 og við munum senda greiðsluseðil í pósti.

Þegar greiðsluseðill hefur verið greiddur verður límmiði (límmiðar) merktir 2014 sendir í pósti til félagsmanns.  Það er best að líma miðann strax á Skeljungskortið, sem staðfestingu að viðkomandi hefur greitt félagsgjald ársins og nýtur þeirra afsláttarkjara sem við höfum hjá mörgum fyrirtækjum.

Kveðja

Friðrik S. Halldórsson, gjaldkeri