Félagsgjöld 2015

Ágætu félagar.

Nú er búið að senda út rukkun á félagsgjaldi vegna ársins 2015.  Ekki verða sendir út greiðsluseðlar í ár . Reynslan í fyrra sýndi okkur að langflestir greiða gegnum heimabankann og sparast talsvert við það að senda ekki út seðla.

Ef einhver félagsmaður er ekki að nota heimabankann og þarf að fá greiðsluseðil, endilega hafðu samband við mig á skrifstofuna í síma 568 4444. Skrifstofan er opin frá 10-13. Þú getur líka sent mér póst á netfangið f4x4@f4x4.is og látið mig vita.

Bestu kveðjur

Ragna