Kæru félagar
Nú hafa greiðsluseðlar vegna félagsgjalda fyrir árið 2019 verið sendir út. Því miður gerðist það að gjalddagi var settur sá sami og útgáfudagur, en hefði átt að vera 30. nóvember. Eindagi er alveg réttur þann 15. desember, en með því ættu allir greiddir félagar að vera komnir með ný félagsskírteini fyrir áramót. Nú verður það þannig að allir fá ný félagsskírteini sérhönnuð fyrir okkur, en Skeljungur gefur þau út og eru þau hin glæsilegustu.
Félagsgjaldið er 7,500 kr sem er 500 krónu hækkun. Sú hækkun var ákveðin tímabundið til að setja í sameiginlegan sjóð sem formenn þriggja stærstu deilda fara með og er sjóðurinn hugsaður til verkefna sem nýtast öllum deildum. Má þar nefna ferðafrelsismál og fjarskiptamál, en hingað til hefur Reykjavíkurdeild séð um stýringu og fjármögnum á þeim verkefnum.
Kveðja
Friðrik