Ferð í Nýjadal – brottför kl 11

 

 Ákveðið hefur verið að efna til ferðar í Nýjadal um páskana.  Brottför er á skírdag kl 11.00 frá Stöðinni við Vesturlandsveg.  Komið til baka seint á páskadag. Sjá nánar á spjallþræði hér á síðunni.  Skráning fer fram hér á síðunni. Gert er ráð fyrir að bílar séu að lágmarki á 38 tommu dekkjum og að hver bíll hafi VHF talstöð og GPS tæki.  Ferðast verður út frá Nýjadal og komið þangað í náttstað á hverju kvöldi. Fjölskyldur sérstaklega velkomnar.  Skálagjald er 1500 kr/mann/nótt og verður innheimt á staðnum. frítt fyrir börn yngri en 13 ára.

Fararstjóri Arnþór Þórðarson s. 8201680 

Skildu eftir svar