Ferðanefnd dagsferð

Nýliðaferð klúbbsins átti að vera nú í janúar, en vegna aðstæðna þurfti að fella hana niður. Í staðinn erum við að skipuleggja dagsferð sunnudaginn 24. janúar. Við hvetjum nýliða til að taka þátt í ferðinni en ferðin er opin fyrir alla.

Þátttakendum verður skipt niður í hópa, heildarfjöldi einstaklinga í hverjum hópi er 20 manns. Fjöldi hópa ræðst af hve margir skrá sig og fjölda hópstjóra. Ef nægilegur fjöldi vill vera í enskumælandi hópi, þá verður reynt að bregðast við því.

Markmið ferðarinnar er að fara á Skjaldbreiðssvæðið, hvar nákvæmlega og hvað verður gert kemur í ljós.

Þessi ferð er hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast betur fjallaferðum að vetri til, með í ferð verða reyndir fjallamenn frá klúbbnum sem munu leiðbeina þátttakendum og aðstoða eftir bestu getu. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á sínum farartækjum. Þátttakendum verður skipað í hópa og yfir hverjum hópi verður reyndur hópstjóri. Þeir sem óska sérstaklega að fá að vera í hóp með einhverjum þurfa að taka það fram í skráningu. Nýliðar hafa forgang, en jeppi flokkast undir nýliða ef bílstjóri eða kóari er nýliði. Við skráningu þarf að skrá reynslu bílstjóra og kóara. Allir þurfa að taka með sér nesti og annað sem til þarf. Allir eru á eigin ábyrgð og þurfa að passa upp á að uppfylla gildandi sóttvarnarreglur, nota grímur og hafa sótthreinsispritt með.

Ferðin er miðuð við lágmark 38″ breyttan jeppa fyrir þyngd að 3 tonnum. Til viðmiðunar, þá er hægt að nota eftirfarandi töflu miðað við þyngd jeppa

38″ dekk, 2-3 tonn
44″ dekk, 3-4 tonn
>44″ fyrir þyngri jeppa

Þeir sem eru í vafa um jeppa sína geta haft samband við okkur í Ferðanefnd (ferdanefnd@f4x4.is).

Í öllum farartækjum verður að hafa talstöð (bíl- eða handstöð) með rásum klúbbins.

Skráning í ferðina er hér: https://forms.gle/ff8G5sFfMVjdQSzt9