Ferðanefnd með dagsferð

Ferðanefnd dagsferð 27. nóvember

Nýliðar sérstaklega boðnir velkomnir

  • Þessi ferð er miðuð við breytta jeppa, lágmark 38″ dekk
  • Mæting er í Orkuna, Vesturlandsvegi kl. 8:30 og lagt er af stað eigi síðar en 9:00.
  • Kynningarkvöld með spottakynningu verður á Opnu húsi, miðvikudagskvöldið 24. nóvember kl. 20:00 í Múlanum
  • Allir verða að vera vel búnir og með gott nesti. Hver og einn borðar í sínum bíl eða við sinn bíl. Sjá nánar hér http://www.f4x4.is/wp-content/uploads/2013/09/092_Gatlisti.pdf
  • Allir þurfa að passa upp á sóttvarnareglur.
  • Í hverjum jeppa þarf að vera a.m.k. einn skráður félagsmaður, hægt er að skrá sig í klúbbinn hér https://www.f4x4.is/forsida/nyskraning/. Nýliðar eru samt velkomnir þó þeir séu ekki skráðir félagsmenn.
  • Allir sem taka þátt í ferðinni þurfa að fara eftir ferðareglum klúbbsins sem má lesa hér https://www.f4x4.is/um-ferdaklubbinn/ferdaklubburinn/ferdareglur/
  • Allir jeppar þurfa að hafa talstöð með rásum klúbbsins, þeim sem vantar stöð geta fengið lánaðar handstöðvar hjá okkur.
  • Svo er bara að muna eftir góða skapinu!

Skráning í ferðina er hér https://forms.office.com/r/Q3tuit1fKD