Ferðast þú á jöklum?

Í tilefni nýrrar uppfærslu á sprungukortum jökla bjóða aðilar verkefnisins til opins hús í Garmin búðinni miðvikudaginn 26. mars milli 20:00 og 22:00. Eigendur GPS tækja geta kynnt sér sprungukortin og fengið leiðbeiningar við innsetningu þeirra í tækin sín. Á vefsíðunni www.safetravel.is má finna nýja uppfærslu kortanna en þar má einnig finna “þekktar, hættuminni leiðir” yfir nokkra jökla. Þessu má hala niður og nýta við ferðalög sín á þessum jöklum. Allir hvattir til að mæta, kynna sér kort og leiðir og stuðla þannig að eigin öryggi og annara.

joklakort