Frá Skálanefnd. Af gefnu tilefni!

Til þeirra er málið varðar.  Það hefur viljað brenna við í vetur, þegar menn hafa yfirgefið skálann eftir gistingu, hafi þeir ekki gengið frá sem skildi.  Dæmi eru um opna glugga, ólæstan gáminn og þess háttar yfirsjónir sem geta valdið okkur miklu tjóni ef allt fer á versta veg.  Við viljum því hvetja þá sem eru í gistingu til að yfirfara allt vel áður en þeir fara með sérstaka áherslu á að allar dyr séu læstar, gluggar séu lokaðir og að verkfæri skálans, svo sem hamrar, rörtangir og þess háttar sem hafa verið notuð af einhverjum ástæðum á meðan dvöl stendur séu sett á sama stað og þau eru tekin en ekki skilin eftir í opnu anddyrinu.  Mjög gott er að taka einn hring kringum húsið og gáminn áður en lagt er af stað frá skálanum og líta eftir hvort nokkuð hefur gleymst.  Matarleifar og hálfbrunnin kol hafa einnig verið skilin eftir við skálann og er hvimleitt að koma að skálanum þegar þvílíkt er það fyrsta sem heilsar manni við komuna. Þvi viljum við í skálanefndinni hvetja alla til að ganga vel frá eftir sig að lokinni dvöl og ganga frá skálanum eins og við viljum sjálf koma að honum.  Annars er það af frétta af skálanefnd að við fórum uppeftir nýliðna helgi og yfirfórum skálann og byrjuðum að gera okkur grein fyrir framkvæmdum sumarsins.  Allnokkur snjór er ennþá á svæðinu og komumst við að því eftir könnunarleiðangur inn á Illahraun og Kisubotna að ekki sé ráðlegt að aka þessar leiðir ennþá vegna bráðnunar og bleytu.  Hætt er við að djúp hjólför myndist vegna bleytu sem enn er í aksturleiðunum.  Við förum aftur uppeftir um næstu helgi og förum þá Gljúfurleitarleiðina sem fyrr og munum þá skoða leiðarnar frekar og láta heyra frá okkur eftir það.  Nóg að sinni.

M.kv.  Logi Már.  Skálanefnd.

Skildu eftir svar