Fréttatilkynning frá Ferðaklúbbnum 4×4

Fréttatilkynning frá Ferðaklúbbnum 4×4

27. september 2013

Fagna endurskoðun laga um náttúruvernd

Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 fagnar þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að ætla að beita sér fyrir afturköllun laga um náttúruvernd sem afgreidd voru á síðasta þingi.

Ferðaklúbburinn 4×4 vill minna á að við úrvinnslu laganna var lítið sem ekkert samráð haft við stóran hóp útivistarfólks. Það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem var ráðist í að lagfæra augljós mistök og ákvæði sem ekki samræmdust nútímanum.

Grunnur laganna er góður og vonast stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 eftir því að hann verði nýttur til að byggja upp heildstæð lög um náttúruvernd með sem víðtækustu samstarfi notenda og njótenda náttúrunnar. Það er mat stjórnar klúbbsins að lög um náttúruvernd eigi ekki að innihalda boð og bönn sem enginn skilur né að vera uppsett þannig að hvorki  sé hægt að fara eftir þeim né framfylgja. Ef breið samstaða næst um ný lög um náttúruvernd mun hagsmunum náttúrunnar vel borgið.

Ferðaklúbburinn 4×4 skorar á Alþingi að gefa sér nægjan tíma til að setja landsmönnum sterk og skilvirk lög til verndar einstakri náttúru Íslands.


f.h. klúbbsins,

Sveinbjörn Halldórsson formaður

Skildu eftir svar