Haustferð Hústrukka

Haustferð hústrukka 2017
Rangárvellir, Heklubraut, Skjólkvíar, Valafell

Ágætu félagar
Við vonum að þið hafið átt gott ferðasumar.  Ákveðið var á fundi á Básum um Hvítasunnu að fara í stutta haustferð á Hekluslóðir dagana 8.-10. september.
Dagskrá:
Föstudagurinn 8. sept:
Fólk hittist og hefur næturstað við Þorleifsstaði undir Þríhyrningi.  Ekið er upp hjá Keldum, áfram að Reynifelli og síðan stuttan spöl að Þorleifsstöðum.
Laugardagurinn 9. sept:
Lagt af stað kl 10:00. Farið um Heklubraut austan Heklu, yfir í Skjólkvíar, með Valahnjúkum, í Valagjá, kringum Valafell og höfum næturstað í Áfangagili.
Sunnudagurinn 10. sept.:
Afslöppun og vonandi hægt að borða saman morgunverð undir berum himni. Dagskrá tæmd og hver heldur til síns heima.
Allir áhugasamir á bílum við hæfi velkomnir. Vonumst til að sjá sem flesta.
Gaman væri að heyra um þátttöku.
Hústrukkanefndin:       Grétar Hrafn Harðarson s: 892 1480   gretarhrafn@simnet.is
Trausti Kári Hansson s: 894 9529 halendingur@gmail.com
Viggó Vilbogason s: 892 3245.  taeknivelar@taeknivelar.is