Haustferð hústrukka.

Ágæta hústrukkafólk

Þá er komið að haustferð Hústrukkanna sem þetta árið verður farin 4-6 september um Hrunamannaafrétt. Létt og skemmtileg leið við hæfi allra.

Dagskrá:

Föstudagur 4. sept:  Hópurinn hittist á Tjaldsvæðinu við Faxa á bökkum Tungufljóts í Biskupstungum GPS N 64 13.745 W 20 20.116

Laugardagur 5. sept: Brottför frá Faxa kl. 10.  Tækifæri fyrir þá sem komust ekki föstudagskvöldið að bætast í hópinn!. Helstu kennileiti dagsins:  Gullfoss, Sandá, Bláfell, Hvítárvatn, Kerlingarfjallaafleggjari, Gýgjarfoss.

Náttstaður: Fosslækjarver á Hrunamannaafrétti.

Sunnudagur 6.sept:  Brottför kl 10:30 eftir notalegan morgunverð í morgunsólinni.  Helstu kennileiti Leppistungur, Svínárás, Tungufell.  Áætluð koma til byggða kl 17 og hver heldur til síns heima.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Trausta á halendingur@gmail.com

Vonumst til að sjá sem flesta hústrukka.