Heimsókn til N1 19.október og bjórkvöld

N1 býður félagsmönnum F4x4 í heimsókn í verslun sína á Bíldshöfðanum (áður Bílanaust) föstudaginn 19. október næstkomandi. Húsið opnar kl. 18:00 og mun heimsóknin standa til 20:00 eða þar um bil. Nánari upplýsingar þessu viðkomandi verða settar inn á vefinn þegar nær dregur.

Eftir heimsóknina verður haldið hefðbundið bjórkvöld í húsakynnum klúbbsins að Eirhöfða.

Skemmtinefndin.

Skildu eftir svar