Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Nú er farið að kólna í veðri og snjórinn byrjaður að sýna sig á fjöllum.

Ferðanefnd F4x4 blæs því til fyrstu ferðar vetrarins á vegum nefndarinnar. Helgina 4.-5. nóvember verður farið upp í Setur. Leiðarval verður ákveðið þegar nær dregur.

Er ekki kominn tími til að dusta rykið af jeppanum, gera hann tilbúinn fyrir veturinn og skella sér í skálann okkar? Á laugardagskvöldinu verður sameiginileg lambasteik að hætti klúbbsins.

Skráning verður sett í gang þegar nær dregur og reglan er að fyrstur kemur fyrstur fær. Hámarksfjöldi þátttakenda er 50 einstaklingar, fjöldi jeppa ræðst af fjölda einstaklinga.

Hlökkum til að sjá sem flesta
Ferðanefnd F4x4