Helgarferð Skemmti- og Skálanefndar í Setrið

Helgina 24. – 26. febrúar næstkomandi ætla skemmti og skálanefnd Ferðaklúbbsins að standa fyrir ærslaferð í Setrið, skála Ferðaklúbbins 4×4.

Ferðin er hugsuð fyrir félagsmenn þ.e. lágmarkið er að hver og einn bílstjóri sé félagsmaður og æskilegt að sá sem með honum ferðast sé einnig meðlimur í F4x4 en þó ekki ófrávíkjanlegt skilyrði.

Verðið er kr. 5000 pr. haus og skal greiðsla hafa borist fyrir 20. febrúar.  Ef greiðsla hefur ekki borist fyrir tilskilinn tíma fellur viðkomandi út af listanum.  Innifalið er gisting í tvær nætur ásamt lúxusmáltíð á laugardagskvöldinu og er verðið það sama hvort sem gist er eina nótt eða tvær.  Upplýsingar um innborgunarreikning verða sendar út síðar í þessari viku.  Dagskráin er enn í mótun en við lofum góðri skemmtun og stemmingu sem enginn ætti að vera svikinn af.

Reiknum með að selja að hámarki 45 miða svo vel fari um alla gesti á meðan á sameiginlega borðhaldinu stendur.

Skráningin er í gegnum spjallþráð eða með því að senda tölvupóst á skalanefnd@f4x4.is og er það tímasetningin á pöntuninni sem ræður því hvar maður hafnar á skráningalistanum.

Skálanefnd/Skemmtinefnd F4x4.

Skildu eftir svar