Höfuðborgin – fyrsti félagfundur 2. sept. 2019

Fyrsti félagsfundur á höfuðborgarsvæðinu fyrir vetrarstarfið 2019 verður haldinn í Síðumúla 31 mánudaginn 2. september nk. og hefst kl 20:00

Farið verður yfir dagskrá vetrarins, en nefndir og stjórn hafa hist og farið yfir helsu þætti í starfi vetrarins og er ljóst að margt spennandi verður í boði, sem við förum yfir á fundinum.

Kaffið hennar Berglindar er á sínum stað

Eftir kaffi kemur Atli Eggertsson og segir okkur frá Benz vélavæðingu í Patrol.  Hann verður með einn eða jafnvel tvo bíla til að sýna okkur hvað hann og félagar hafa verið varðandi vélaskiptingar í Partrol bílum.

kveðja

Stjórn