Hvítasunnuferð Hústrukka í Þórsmörk

Ágætu félagar

Við viljum minna á  Hvítasunnuferð Hústrukka í Þórsmörk – Bása, 6.-9. júní.

Gert er ráð fyrir samfloti frá Hellu kl. 19:00 á föstudagskvöld, annars fer mæting í Básum eftir ástæðum hvers og eins.  Líklegt er að stjórnarmenn Hústrukkanefndarinnar geti ekki „stjórnað“ samflotinu inní Þórsmörk. Gott væri að einhver gæti lóðsað hópinn inn úr ef með þarf.

Ekki er um formlega dagskrá að ræða í Þórsmörk en markmiðið, eins og fyrr, er að njóta útivistar, samveru og gönguferða við allra hæfi. Samkvæmt norsku langtímaveðurspánni er útlit fyrir gott útivistarveður.  Vonumst til að sjá sem flesta og vinsamlegast látið boðin ganga til líklegra hústrukkafélaga.

 

Bestu kveðjur 

Hústrukkanefndin 

Hústrukkanefndin:     Grétar Hrafn Harðarson s: 892 1480

Trausti Kári Hansson s: 894 9529

Viggó Vilbogason s: 892 3245.