Janúarferð Ferðanefndar

Það er búið að opna fyrir skráningu í janúarferð Ferðanefndar 4×4.

Skráning er hér: https://www.f4x4.is/happening

Um ferðina:

14. – 15. janúar 2023

Dagskrá

  • Lagt af stað í síðasta lagi kl. 9, frá Orkunni Vesturlandsvegi.
  • Farið í Setrið (https://www.f4x4.is/skalar/setrid/) og gist þar.
  • Sameiginleg máltíð (grillað lambalæri og meðlæti) um kvöldið.
  • Heimkoma, miðað við að koma í byggð helst ekki síðar en kl. 18.

Leiðarval og nánari tilhögun verður ákveðin þegar nær dregur.

Mikilvæg atriði

Verð í ferðina er kr. 6.000,- á mann.

Hámarksfjöldi er 45, þegar fjöldinn fer upp fyrir það, þá lenda menn á biðlista.