Jeppar sóttir á Skálafellsjökul

Á morgun mun Hornafjarðardeild 4×4 ásamt Björgunarfélagi Hornafjarðar og Snjótroðara frá ferðaþjónustunni í Jöklaseli fara upp á Skálafellsjökul og sækja þá 13 bíla sem að eftir eru þar. Lagt verður af stað frá Smyrlabjargarvirkjun kl. 8 í fyrramálið og verða allir bílar sem eru á Skálafellsjökli teknir niður.

Svona verkefni er og verður samvinnuverkefni þeirra sem fara til aðstoðar og þeirra sem eiga bílana. Þeir sem eiga þarna bíla og geta farið austur eru hvattir til að gera það. Eins eru allir á svæðinu sem hafa tíma og getu til að fara velkomnir, enda betra að sem flestir séu með í för.

Þeir sem að eiga þarna bíla og komast ekki verða að hafa samband við Jónas hjá Björgunarfélaginu upp á það hvað eigi að gera við bílana. Síminn hjá Jónasi er 893 0693.

Kostnaður við þessa björgun verður einhver og er þá aðalega um olíukostnað á björgunartæki að ræða. Sá kostnaður skiptist eðlilega á þá sem þarna eiga bíla. Klúbburinn mun halda utanum þann kostnað og koma upplýsingum á eigendur bíla.

Nefndin

Skildu eftir svar