Kortasjá Ferðaklúbbsins 4×4

Á félagsfundi Ferðaklúbbsins 4×4, apríl 2021 var kynnt ný kortasjá fyrir klúbbinn. Kortasjáin er að nota kerfi hjá Landmælingum Íslands og þökkum við kærlega fyrir að mega nota það. Eins þökkum við Vatnajökulsþjóðgarði fyrir afnot af gögnum þeirra. Í sjánni er mikið notað af opnum gögnum eða gögnum sem má nota með skilyrðum.

Linkurinn á kortasjána er https://f4x4.gis.is

Það er von mín að þessi sjá nýtist okkur, t.d. þegar við erum að skipuleggja ferðir. Allar ábendingar um sjána má senda til mín haflidi@tolvu.net.

Kveðja,
Hafliði