Kvennaferð 2020 (6-8 mars)

Kvennaferðina 2020 verður farin helgina  6.-8. mars nk.
Nú ( 25/2) eru 16 bílar skráðir til leiks, enn pláss fyrir nokkrar dömur til að slást í hópinn á meðan gistirými leyfir.
Fimmtudaginn 27.febrúar ætlum við að vera með kvennakvöld í Múlanum og bjóðum allar jeppastelpur velkomnar, hvort sem þær ætla með í ár eða ekki.
Á þessu kvöldi verður ýmis örfræðsla um ferðalög á fjöllum sem verður krydduð með skemmtilegum uppákomum.
Einnig verður farið yfir leiðarval, dagskrá kvennaferðarinnar, límmiðar á bílana afhentir og fleira. 
Léttar veitingar í boði og vörukynningar sem tengjast jeppaferðum á fjöllum.