Kvennaferðin verður helgina 5-7 mars nk.
Að þessu sinni verður farið í Gíslaskála en metnaðarfullur undirbúningur er kominn í gang venju samkvæmt.
Verið er að græja jeppana öll kvöld en einnig verið að panta límmiða, merkja peysur, skipuleggja kvöldvöku, sleðakeppni og undirbúningsfundinn. Undirbúningsfundurinn verður 2.mars í Múlanum og líka online.
Gyllt þema verður eins og síðast en heyrst hefur að gullið og glimmerið sé enn í Setrinu frá því í 2020 ferðinni.
Strangari fjöldatakmarkanir verða í ferðina nú en áður vegna covid og verklag verður allt strangara en gleðin mun samt verða sett efst á „todo“ listann.
Fyrir þær sem ekki komast með þá er stefnan er að leyfa öllum að fylgja okkur á „kvennaferð 4×4“ snappinu og reglulegum færslum á facebook. Svo hafa alltaf verið öflugir sófariddarar sem fylgjast grannt með og við treystum á fréttaflutning þeirra að vanda.
Kveðja
Kvennanefndin 2021