Landgræðsluferð 2018

Hin árlega landgræðsluferð verður helgina 8-10 júní.
Eins og síðastliðin ár verður farið í Þjórsárdal.
Laugardagurinn 9. júní er vinnudagurinn, en þá verður farið um fallegt svæði sem unnið hefur verið í undanfarin ár.  Við munum bera á áburð og planta nýjum trjám.

Okkur er boðið upp á frítt á tjaldstæðið föstudag og laugardag.  Ferðatilhögun er nokkuð frjáls og þess vegna er hægt að koma á laugardagsmorgun (vinna byrjar um kl 10 ) og vera yfir daginn og fara heim að kveldi.

Ferðaklúbburinn býður upp á grillmat á laugardagskvöld, sem félagar matreiða á tjaldstæðinu.

Létt og skemmtileg útivera fyrir alla fjölskylduna.

Skráning gegnum spjallsíðuna.