Landgræðsluferð Umhverfisnefndar í Hekluskóg

Hin árlega landgræðsluferð verður farin helgina 31. maí til 2. júní.

Við höfum aðgang að tjaldstæðinu að Sandátrúngu í Þjósrsárdal (frítt fyrir þátttakendur föstudagskvöld og laugardagskvöld). Farið verður af stað frá tjaldstæðinu kl 09,00 laugardagsmorgun og inn á svæði Hekluskóga í Þjórsárdal.  Það er stutt að keyra inn á gróðursetningarsvæðið.  Á því svæði höfum við plantað og dreyft áburði undanfarin ár.
Stefnt er á að fara í sund að lokinni gróðurvinnu á laugardeginum.

Grillveisla í boði klúbbsins fyrir þátttakendur á laugardagskvöldinu.

Hér er tilvalið tækifæri til að kolefnisjafna sig og sína .

Skráning á netinu; https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeR-qdvnTTOOuj05KWkBDNbgXVTsLhtmu_F8O0AZLM9ypBH4A/viewform

Fh Umhvefisnefndar