Landgræðsluferð

Helgina 5-7 júní verður farið í Þjórsárdalinn og plantað á svæði Hekluskóga. Nóg er af plöntum svo ekki veitir af sem flestum hjálparhöndum!

Gist verður á tjaldsvæðinu Sandártungu og val er um að koma á föstudeginum eða mæta beint í verkið að morgni laugardags.

Lagt verður af stað frá tjaldsvæðinu kl 9 á laugardagsmorgni og vinnutíminn ræðst á því hversu vel gengur. Svo verður grillveisla í boði klúbbsins á tjaldsvæðinu á laugardagskvöldið ???

Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega sendið á Snædísi í umhverfisnefnd á snaedis.arnard@gmail.com, eða á facebook. Þau sem fatta strax hversu spennandi þessi ferð er geta skráð sig hér!
https://forms.gle/Dk29Lrfr88ox8Uhc7