Landsfundur Ferðaklúbbsins 4×4 í Setri.

Landsfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldin 4. til 6. okt. næstkomandi í Setrinu. Stjórn, deildir og nefndir hafa fengið tilkynningar á vefpósti vegna fundarins.

Vegna þess skipulags sem þarf að eiga sér stað fyrir fundinn verða menn að tilkynna þáttöku fyrir miðnætti 30/09/13 sem er í kvöld. Eingöngu þeir sem tilkynnt hafa þáttöku á Landsfundinn fá gistingu á meðan á honum stendur. Einnig þarf að skipuleggja matarinnkaup. 

Allar nefndir og deildir eru hvattar til þáttöku með því að senda hver fyrir sig einn til tvo menn á fundinn.

Skildu eftir svar