Litlanefnd í Landmannalaugar 16. mars

Marsferð Litlunefndar, taka 2.

Þá er loksins kominn vetur hérna á Klakanum, að minnsta kosti á hálendinu. Langtímaspáin fyrir Fjallabakssvæðið er mjög góð fram yfir 16. mars og því hefur Litlanefndin sett stefnuna á Landmannalaugar, laugardaginn 16. mars næstkomandi. Skráning í ferðina hefur þegar verið sett upp á vefnum og hana má nálgast hér.

Við hvetjum alla til að taka daginn frá, nýta tækifærið og skreppa með okkur upp í Laugar. Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldin miðvikudaginn 13. mars klukkan 20:30 í húsnæði félagsins að Eirhöfða.

Sjáumst hress

Litlanefndin

Skildu eftir svar