Litlanefnd – októberferð

Næsta ferð Litlunefndar F4x4 verður sunnudaginn 20. október.
Ferðin er eingöngu fyrir bíla með hátt og lágt fjórhjóladrif, og mega bílar ekki vera meira breyttir en 35”.
Mikilvægt er að hafa staðgott nesti, góðan klæðnað, lyf, góða skapið og einhverja afþreyingu fyrir yngstu meðlimina ef ferðin skildi ílengjast eithvað.
Ferðin mun byrja á bílastæði bensínstöðvar Orkunar (Vesturlandsvegi) kl 8 og lagt af stað kl 8:30.
Fyrirhugað er að fara upp hjá Keldum, um veg F210 að Dalakofa, Hrafntinnuskersleið og niður Dómadal, með fyrirvara um veður og færð.
Við stoppum á alls konar skemmtilegum stöðum á leiðinni, enda er þetta mjög falleg og skemmtileg leið.

 

Skráningformið er https://forms.gle/rxVXCVhWyNNxrMrL9 og er skráning opin til kl. 12 á hádegi föstudaginn 18. október.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja,
Litlanefnd F4x4