Category Archives: Litlanefnd

AFLÝST! Litlanefnd – Þúsundvatnaleiðin

Þessari ferð hefur því miður verið aflýst, skráðir hafa fengið tölvupóst (skrifað 22. jan kl. 22:47). Næsta ferð Litlunefndar verður sunnudaginn 26. janúar og hefur Þúsundvatnaleiðin á Hellisheiði orðið fyrir valinu. Leiðin sem slík er stutt, en hún gefur fullt af tækifærum til að lenda í ævintýrum. Ef við komumst inn í Innstadal, þá munum […]

Litlanefnd – Klassíkin

Næsta ferð Litlunefndar verður laugardaginn 30. nóvember. Þetta er jafnframt síðasta skipulagða ferð ársins, en við stefnum ótrauð á ferð á nýju ári í janúar. Þetta verður klassísk leið um Þingvelli, upp Lyngdalsheiði, um Gjábakkaveg að Bragabót, áfram meðfram Skefilfjöllum, framhjá Hlöðufelli inn á Skjaldbreiðarveg og þaðan inn á Uxahryggi að Þingvöllum. Allt er þetta, […]

Litlanefnd – októberferð

Næsta ferð Litlunefndar F4x4 verður sunnudaginn 20. október. Ferðin er eingöngu fyrir bíla með hátt og lágt fjórhjóladrif, og mega bílar ekki vera meira breyttir en 35”. Mikilvægt er að hafa staðgott nesti, góðan klæðnað, lyf, góða skapið og einhverja afþreyingu fyrir yngstu meðlimina ef ferðin skildi ílengjast eithvað. Ferðin mun byrja á bílastæði bensínstöðvar […]

Litlanefnd í september 2019

Litlanefnd F4x4 hefur frestað ferðinni til sunnudagsins 29. september. Ferðin er fyrir bíla með hátt og lágt fjórhjóladrif, og mega bílar ekki vera meira breyttir en 35”. Farið verður Hungurfit sem er með fallegri leiðum á Fjallabak syðri. Ferðin mun byrja á bílastæði bensínstöðvar Orkunar (Vesturlandsvegi) kl 8 og lagt af stað 8:30 og stutt […]

“Millibílaferð” á Langjökul

Laugardaginn 14. febrúar verður farið í svokallaða “Millibílaferð” á Langjökul. Ferðin er tilraun á vegum Ferðaklúbbsins 4×4 og er skipulag ferðarinnar í höndum meðlima Litlunefndar. Tilgangurinn er að kanna áhugann á því að koma upp ferðum fyrir jeppa sem eru meðalmikið og mikið breyttir og er miðað við dekkjastærð 35″. Sú stærð miðast þó við […]

Haustferð Litlunefndar – Skráningu lokið

Lokað hefur verið fyrir skráningu í haustferð Litlunefndar. Vegna skorts á hópstjórum verður að takmarka fjölda þátttakenda við þá sem þegar hafa skráð sig. Við bendum á kynningarfund vegna ferðarinnar sem haldin verður í félagsheimili ferðaklúbbsins að Eirhöfða, á morgun, miðvikudag 22.10. klukkan 19:30 Sjáumst hress annað kvöld Litlanefndin  

Marsferð Litlunefndar – Aflýst

Marsferð Litlunefndar sem fara átti þann 22. mars næstkomandi á Reykjanes hefur verið aflýst. Ástæða þess er bæði óhagstæð snjóalög á svæðinu og eins annir meðlima Litlunefndar. Í staðinn stefnum við á stórglæsilega ferð í Landmannalaugar þann 12. apríl og höfum þá fimmtudaginn 17. apríl (Skírdag) sem varadag ef veður verður óhagstætt þann 12. Við […]

Skráning hafin í febrúarferð Litlunefndar

Laugardaginn 15. febrúar næstkomandi stefnir Litlanefndin á að fara upp í Veiðivötn. Við hvetjum alla áhugasama til að koma með okkur, en við höfum einmitt fengið spurnir af því að færðin uppeftir sé áhugaverð og spennandi. Skráning er hafin og hana má finna hér á vefnum Kynningarkvöld verður haldið miðvikudaginn 12. febrúar í félagsheimili klúbbsins að […]

Janúarferð Litlunefndar

Nú er komið að fyrstu ferð Litlunefndar 2014, en hún verður farin laugardaginn 18. janúar næstkomandi. Að þessu sinni er stefnan sett á Skjaldbreið og er ætlunin að reyna að nálgast hana að sunnanverðu. Fyrirkomulagið verður það sama og venjulega. Við hittumst á Stöðinni við Vesturlandsveg klukkan 8:30 og röðum okkur í hópa. Þaðan förum […]

Jólaferð með Einstök Börn.

Laugardaginn 7. desember næstkomandi stendur til að fara í jólaferð með félaga í „Einstök Börn“. það er Ferðaklúbburinn 4×4 sem stendur fyrir ferðinni í samstarfi við félagið Einstök Börn, sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma. Litlanefndin hefur tekið að sér að standa fyrir skipulagningu ferðarinnar, en til að allt gangi upp er […]