Category Archives: Litlanefnd

Skráning hafin í ferð Litlunefndar í Kerlingarfjöll 9. nóvember.

Nú er búið að opna skráningarform fyrir ferð Litlunefndar í Kerlingarfjöll þann 9. nóvember næstkomandi. Langtímaspáin er góð og því er allt útlit fyrir skemmtilega og vel heppnaða Litlunefndarferð að þessari perlu á milli Hofsjökuls og Langjökuls. Búið er að opna skráningarsvæði á vefnum og hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst. Frestur […]

Litlanefnd í Kerlingarfjöll

Næsta ferð Litlunefndar verður farinn þann 9. nóvember næstkomandi. Að þessu sinni er stefnan sett á Kerlingarfjöll. Að sögn kunnugra er kominn einhver snjór á þessum slóðum og frostaspá framundan. Það er því allt útlit fyrir góða ferð og hvetjum við alla til að skrá sig í ferðina, en opnað verður fyrir almenna skráningu á […]

Myndakvöld Litlunefndar

Myndakvöld Litlunefndar verður haldið á opnu húsi fimmtudaginn 3. október í félagsheimili Ferðaklúbbsins 4×4.  Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir. Allir sem fóru í síðustu ferð Litlunefndar í Hungurfit eru hvattir til að mæta með myndir úr ferðinni. Til að flýta fyrir myndasýningunni er gott er að taka aðeins til í myndum og eyða […]

Myndakvöld Litlunefndar

Litlanefndin þakkar þátttakendum og fararstjórum fyrir stórskemmtilega en jafnframt lærdómsríka ferð í Landmannalaugar á laugardaginn. Þátttakan var mjög góð, um 50 bílar og komust allir bílar inn í Laugar í björtu og góðu veðri, en köldu. Ekki komust samt allir bílar heilir heim samdægurs og getum við dregið góðan og ganglegan lærdóm af því. Við […]

Litlanefnd í Landmannalaugar 16. mars

Marsferð Litlunefndar, taka 2. Þá er loksins kominn vetur hérna á Klakanum, að minnsta kosti á hálendinu. Langtímaspáin fyrir Fjallabakssvæðið er mjög góð fram yfir 16. mars og því hefur Litlanefndin sett stefnuna á Landmannalaugar, laugardaginn 16. mars næstkomandi. Skráning í ferðina hefur þegar verið sett upp á vefnum og hana má nálgast hér. Við […]

Litlunefndarferð 2. mars 2013 aflýst

Því miður verðum við að tilkynna ykkur að Litlunefndarferð sem átti að fara um næstu helgi hefur verið aflýst vegna afleitra veðurskilyrða og ófærðar. Svo virðist sem spár um kólnandi veður um miðja þessa viku muni ekki ganga eftir og því má reikna með að allt hálendið hér í nágrenninu verði ófært Litlunefndinni vegna krapa […]

Næsta ferð Litlunefndar

Litlanefndin þakkar góða þátttöku í síðustu ferð. Því miður voru veðurguðirnir okkur ekki nógu hliðhollir á Langjökli, en þeir hafa nú lofað bót og betrun. Við erum því bjartsýnir á næstu ferð, og nokkuð vissir um að þetta trend, sem er gott veður á virkum dögum og lægðir um helgar, eigi eftir snúast við. Dagsetningin […]

Almenn skráning hafin í janúarferð Litlunefndar

Nú er almenn skráning hafin í janúarferð Litlunefndar. Eins og flestir hafa orðið varir við hafa veðurguðirnir ekki verið okkur hliðhollir í vetur hvað varðar vetrarfæri. Af þeim sökum höfum við í Litlunefndinnni ákveðið að breyta út af áður auglýstri ferðaáætlun. Ætlunin var að reyna við Skjaldbreið, en vegna snjóleysis er slíkt ekki mögulegt. Ekki […]

Janúarferð Litlunefndar

Litlanefndin óskar öllum ferðalöngum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir skemmtilega samveru á árinu sem er að líða. Næsta ferð Litlunefndar verður farinn þann 19. janúar næstkomandi og er hugmyndin að fara krefjandi ferð upp á Skjaldbreið.Skráning í ferðina hefst á nýju ári og verður auglýst nánar á vefnum þegar nær dregur. Áhugasamir takið daginn frá og […]

Skráning hafin í nóvemberferð Litlunenfdar

Þá er skráning loksins hafin í nóvemberferð Litlunefndar sem farin verður laugardaginn 17. nóvember næstkomandi. Ferðin hefst við Stöðina á Vesturlandsvegi klukkan 8:30 þar sem raðað verður í hópa. Því næst verður lagt á malbikið og keyrt á Laugarvatn um Mosfellsheiði og Þingvelli. Við Laugarvatn verður svo keyrt upp Miðdalsfjall framhjá Gullkistu að Brúarskörðum þar […]