Category Archives: Litlanefnd

Litlunefndarferð þann 17. nóvember næstkomandi

Þann 17. nóvember er komið að nóvemberferð Litlunefndar. Ferðin hefst við Stöðina á Vesturlandsvegi klukkan 8:30 þar sem raðað verður í hópa. Því næst verður lagt á malbikið og keyrt á Laugarvatn um Mosfellsheiði og Þingvelli. Við Laugarvatn verður svo keyrt upp Miðdalsfjall framhjá Gullkistu að Brúarskörðum þar sem upptök Brúará verða skoðuð þar sem […]

Næsta ferð Litlunefndar

Á fundi Litlunefndar var ákveðið að sameina skyldi október- og nóvemberferð Litlunefndar í ár. Ástæðurnar eru margþættar, en má þar helst nefna snjóleysi og hátt eldsneytisverð. Þessi sameiginlega ferð verður hins vegar farinn laugardaginn 3. 17.nóvember næstkomandi og er stefnan sett á Hlöðufell og svæðið þar um kring. Ef aðstæður leyfa munum við fara upp hjá […]

Skráning hafin í Septemberferð Litlunefndar

Nú er almenn skráning í Haustlitaferð Litlunefndar í Þórsmörk hafin. Ætlunin er að fara frá Stöðinni við Vesturlandsveg laugardaginn 22. september og keyra að Seljalandsfossi þar sem mýkt verður í dekkjum áður en lagt verður í Þórsmerkurveg. Ef aðstæður leyfa munum við m.a. keyra með hópa upp að Gígjökli og fleira skemmtilegt. Langt stopp verður […]

Haustlitaferð Litlunefndar í Þórsmörk og Goðaland

Síðustu ár hefur myndast hefð fyrir því að Litlanefndin hefji starfsár sitt með haustlitaferð í Þórsmörk og Goðaland. Ekki er ætlunin að breyta út af vananum að þessu sinni og því hefur verið ákveðið að nota laugardaginn 22. september næstkomandi undir slíka ferð. Skráning og framkvæmd ferðarinnar verður á hefðbundin hátt og verður opnað fyrir […]

Afmælisferð Litlunefndar

Að morgni fimmtudagsins 19. apríl s.l. hittust eigendur um 60 jeppa á Stöðinni við Vesturlandsveg.  Tilefnið var 10 ára afmlisferð Litlunefndar í Landmannalaugar.  Fyrsta ferð Litlunefndar var einmitt farin í Landmannalaugar í mars 2002. Eins og venja er var hópnum skipt í minni hópa og hélt hver hópur af stað þegar hann var fullmannaður.  Leiðin […]

10 ára afmælisferð Litlunefndar, skráning hafin

Um þessar mundir er Litlanefndin 10 ára. Til að halda upp á þessi tímamót hefur verið ákveðið að fara í afmælisferð í Landmannalaugar fimmtudaginn 19. apríl sem er Sumardagurinn fyrsti og því almennur frídagur.   Fyrsta ferð Litlunefndar fyrir 10 árum síðan var einmitt farinn í Landmannalaugar og því þykir við hæfi að fagna þessum […]

Marsferð Litlunefndar 2012

Laugardaginn 17. mars fór Litlanefndin í mánaðarlega dagsferð sína.  Í ferðinni voru um 50 bílar í 6 hópum, þar á meðal hópur frá starfsmannafélagi Strætó.  Stefnan var tekin á Skjaldbreiðarsvæðið og var ákveðið að breyta svolítið til í þetta sinn og fara sunnanfrá í stað þess að fara Kaldadalsveg og línuvegin eins og oft er […]

Skráning hafin í marsferð Litlunefndar

Litlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 17. mars n.k. og er skráning hafin. Áætluð leið liggur frá Reykjavík, að Þingvöllum, upp á nýja Lyngdalsheiðarveginn.  Þaðan verður farið um Gjábakkaveg sunnan Skjaldbreiðar og svæðið þar um kring eftir aðstæðum og ákvörðunum fararstjóra.  Áætlað er að halda til byggða við Þingvelli.  Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti […]

Litlanefnd í Kerlingarfjöll

Laugardaginn 18. febrúar s.l. lögðu um 30 bílar á vegum Litlunefndar frá Stöðinni við Vesturlandsveg.  Skeljungur bauð 10 kr. afslátt af eldsneyti í tengslum við þessa ferð og erum þeim færðar bestu þakkir fyrir.  Hópnum var skipt í þrennt.  Tveir hópar vorum með bíla frá 35″ upp í 46 sá stærsti, en síðasti hópurinn samanstóð […]